Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, mars 09, 2003

Ég endaði á því að fara á myndina Trapped á föstudaginn, sem var fínt. En sum atriðin í myndini voru aðeins of amerísk fyrir minn smekk.
Í gær vaknaði ég eldsnemma miðað við að það var laugardagur til þess að fara upp í skóla að læra, skemmtilegt það!! Svo fór ég í afmæli til frænda míns, hvað er málið með það að það eiga bara allir afmæli í mars????
Í gærkvöldi fór ég svo að vinna á boxkeppninni. Ég verð nú að segja að mér fannst þessar lotu gellur alveg glataðar. Og önnur þeirra var næstum dottin það var bara fyndið. En þeim líður kannski vel við að gera þetta fá smá sjálfstraust og svoleiðis. En svo var verið að kynna einhverja nýja bardaga "íþrótt" þar sem að nánst allt var leyfilegt. Ég gat ekki alveg horft á þetta fannst það frekar ógeðsleg, hverjum dettur í hug að fara að æfa eitthvað til þess að láta berja sig? RUGL!!!!!!!! Það var sko bara setið ofan á hvor öðrum og bombað í andlitið, oojjjjjjjjjjjjjjjjj. Svo var kíkt á Hvebbann og ég ætlaði bara að vera stutt en það dróst eitthvað.
Heiða Börg frænka á afmæli í dag og ég óska henni bara til hamingju með afmælið, hún er orðin alveg 5 ára gella!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home