Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, maí 04, 2009

Hádí hó

Já, já kannski að maður skrifi nokkrar línur hérna. Fátt að frétta. Skráði mig í keppnina Járndýrið í vinnunni. Sá vinnur sem hefur misst mestu fituprósentuna, vinnur bekkpressuna, strákar taka 40 kíló og stelpur 25 og svo róðrarkeppni í 500 metrum. Já, já ég er alltaf svo gáfuð. Skráði mig í þetta og svo er ég að fara í hálskirtlatöku á morgun og svo fer ég líka til Köben á þessu tímabili. Þetta eru sem sagt 8 vikur. Veit að ég verð ekki sterk í fituprósentudæminu en ég veit ekki með hitt, vonum bara það besta.
Fór samt áðan að æfa mig að lyfta svona í seinasta skiptið í smá tíma. Ég hafði bara prófað að lyfta stönginni sem er víst 20 kíló og prófaði að bæta þessum 5 til viðbótar og ég get sko sagt að það er mikill munur á þessum 5 kílóum!! Spurning hvort að maður nái að lyfta 2 sinnum!!
Svo æfði ég mig í róðrarvélinni og mér gekk betur að hafa stillinguna á 10 (eins og strákarnir eiga að hafa) heldur en á stillingu 6 (stelpurnar eiga að hafa hana). Skil ekki alveg!!

Jæja, hef þetta gott í bili.
Ein sem er að farast úr stressi yfir hálskirtlatökunni á morgun.

2 Comments:

At 1:01 e.h., Blogger Rose said...

held eg hafi misst 5 kíló eftir hálsk. töku......
Kv.Ragnh.Rósa

 
At 9:04 e.h., Blogger Berglind said...

Ohh ég vildi að það yrði svo gott hjá mér, en mér sýnist ég ekki muna missa neitt ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home