Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, mars 07, 2009

Afmælishelgin mikla

Já bara að láta vita að ég sé á lífi. Framundan er afmælishelgin mikla, ekki það að ég eigi afmæli, neibb, heldur er ég að fara í 3 afmælisveislur, hjá 4 einstaklingum. 2 afmæli í dag hjá 3 aðilum og svo eitt á morgun. Var reyndar stödd í afmæli í gær sem mér var reyndar ekki boðið í. Aðeins að hjálpa í stelpu afmælinu hennar Heiðu Bjargar, fer svo í afmæli til hennar á sunnudaginn.
Mars er enginn smá öflugur afmælismánuður, finnst eins og allir eigi afmæli í þessum mánuði.

Annars skellti ég mér í bíó í gær á mjög svo ókristilegum tíma. 22.40, og það er eiginlega bara of seint fyrir mig ef ég á að halda einhverri einbeitningu og sofna ekki. Augnlokin voru alltaf alveg að lokast. En já ég á það stundum til að vera mjög þreytt á föstudögum. Eru það einhver ellimerki eða??? Fór á myndina He´s Just Not That Into You, sem var bara mjög skemmtileg en ég held að myndi hefði verið skemmtilegri ef ég hefði ekki verið svona þreytt ef það meikar einhvern sens.

Jæja, best að hafa sig til fyrir afmælin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home