Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, október 19, 2008

Karólína Rós Ólafs Sigurveigardóttir

Jæja þá er lilla komin með nafn og maður þarf að fara að venja sig á það að kalla hana því nafni en ekki lilla. Skírnin var á föstudaginn og var skírt í Garðakirkju. Nafnið kom mér ekki á óvart þar sem ég var byrjuð að kalla hana þessu nafni, en nafnið er í höfuðið á báðum ömmunum.Pabbi átti svo líka afmæli á föstudaginn og varð 57 ára. Til lukku með það pabbi.

Annars er bara búið að vera brjálað að gera í vinnunni og maður er eiginlega líkamlega og andlega búin á því, þannig að helgarnar fara mest í það að sofa og gera ekki neitt. Þetta tímabil er ekki búið að fara vel í mig og ég er nánast búin að vera slöpp í viku, slappleikinn stafar sennilega útfrá vöðvabólgu, alltaf með hausverk og verð svo óglatt út frá því. En þetta fer vonandi að ganga sinn vanagang. Ég er ennþá í bootcamp, þrátt fyrir að það gerist lítið varðandi mitt líkamlega form. Léttist aðeins og lærin stækkuðu samkvæmt seinustu mælingu, hvað er það!!!!! Allt annað virðist vera að minnka sem betur fer en ég vil ekki að lærin stækki, finnst það reyndar ekkert skrítið þó að þau stækki þar sem við gerum frekar oft einhverjar læra æfingar. Gat varla gengið í seinustu viku upp og niður stiga sökum harðsperra í lærum.


Svo er ég komin með nýtt lúkk, fór í klippingu og vildi breyta til, fór svo út með hárið aðeins styttra en ég var búin að ákveða. Merkilegt hvað ég ákveð alltaf að klippa á mig topp, bara svona go for it, það er nú einu sinni að koma vetur og svo þegar ég er búin að láta klippa hann á þá sé ég alltaf eftir því, þar sem ég er með svo mikill sveip. En það er alltaf gott að breyta til, verð bara að hugsa að hárið vex aftur, þó það gerist mjög hægt hjá mér.


Læta þetta duga í bili, setti inn nokkrar myndir úr skírninni.

3 Comments:

At 9:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu nú mig...ég commentaði alveg fullt hérna í gær - hefur greinilega ekki skilað sér :/

INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ LITLU FRÆNKU - FALLEGT NAFN :)

og með pabba þinn líka!

Verðum í bandi- verð nú að fara fara að sjá nýja lookið þitt!!

knús, Herdís

 
At 12:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ og takk fyrir síðast. Jú hárið á þer er bara mjög fínt. Og Karólína Rós er algjör DÚLLA;-)
Kv.Hafdís frænka.

 
At 9:25 e.h., Blogger Berglind said...

Herdís: Óþolandi þegar þetta er ekki að skila sér og svo þess á milli kemur færsla kannski nokkrum sinnum sem maður skrifaði. En takk fyrir, var alveg viss um að þér myndi líka nafnið eitthvað svo nálægt þér ;) Já og takk aftur.
Ekki spurning, þú verður bara að kíkja í heimsókn, er eiginlega alltaf heima.

Hafdís: Takk og já sammála hún er algjör mús.

 

Skrifa ummæli

<< Home