Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, september 30, 2008

Jáhá

Ég get ekki sagt að það sé gaman að vera bankastarfsmaður í dag. Vildi frekar (eins og Hilla pilla) vera bara Færeyingur og væri að plana að fara í verslunarferð til Íslands, já það er víst nýjasta nýtt. Hélt einhvern veginn að þetta myndi aldrei gerast að fólk út í heimi myndi plana verslunarferð til Íslands. Svo er víst orðið ódýrara fyrir flesta útlendinga að kaupa bjór hérna en í sínu heimalandi. Já já það er bara allt að gerast.

Jæja ég er undir svo mikilli pressu að setja inn myndir af vinnudeginum seinasta föstudag að ég verð að drífa í því, fer allavega fyrst inná Facebook og svo þegar ég verð dugleg kemur það hér inn.

Þangað til næst.
Berglind

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home