Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, september 13, 2007

Svolítið dýrt fyrir að....

....svamla í annara manna drullu. Ég fór í Bláa Lónið á laugardaginn með Helenu og Betu. Ég hef ekki farið þangað síðan að ég held gamla lónið var. Það er mjög gaman að koma þarna og slappa af en mér blöskraði hvað það er orðið ógeðslega dýrt að fara í þetta blessaða Bláa Lón, 1800 ISK!!! Ég er allavega ekki að fara þangað aftur á næstunni, ekki það að það væri hvort eð er mjög ólíklegt að ég færi ennnnn.
Svo kíktum við á Fjöruborðið á Stokkseyri og umm hvað það var gott að borða þar. Fer pottþétt aftur þangað.

Annars gengur herþjálfunin fínt og ég er sko alveg að fíla þetta. Orðin ágæt í skrokknum. Við fórum í vigtun á mánudaginn og ég sver það talan blikkar ennþá í hausnum á mér, ég er orðin svo þung. En þá er málið bara að taka meira á í þjálfuninni. Eins gott samt þegar ég fer í vigtun aftur að þessi tala hafi minnkað eitthvað.

En þar til næst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home