Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, ágúst 03, 2007

Langar nú svolítið til Eyja

Já ég get ekki neitað því þegar ég horfið á fréttirnar í gær að mig langaði svolítið mikið til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð en það verður ekkert úr því, ætla bara að vera heima og hafa það kósí. Fæ bara að vera í beinni þegar ég tala við Hrund systir í símann en hún var ekkert smá öflug og var mætt til Eyja í gær. Reyndar eru aðrar Eyjar sem mig langar líka að fara til en það er Flatey á Skjálfanda. Mínar Eyjar. Fór einmitt þangað í fyrra yfir verslunarmanna helgina og fannst það bara mjög gaman, var að vísu bara einn dag.

Mér finnst ég alltaf svo tilneidd að gera eitthvað um þessa helgi, veit ekki alveg afhverju, og því finnst mér alltaf voðaleg gott að vera bara að fara til útlanda á þessum tíma, en það klikkar eitthvað í ár.

Jæja eigið þið góða verslunarmannahelgi.

1 Comments:

At 10:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ frænka!
Langt síðan að ég hef tékkað á blogginu. Til hamingju með daginn um daginn og við sjáumst kannski í haust.

 

Skrifa ummæli

<< Home