Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Kveðja frá Egilsstöðum

Þá er maður mættur á Egilsstaði eða kom reyndar á sunnudagskvöldið. Fórum suðurleiðina hingað og ég get sagt að þetta er frekar leiðinleg leið. Var svo að hlera í sjoppunni í gær þar sem einn strákur sagði við annan að suðurleiðin væri svo leiðinleg þar sem það eru 4 malarvegir og 37 einbreiðar brýr á leiðinni. Ég held að það geti alveg verið rétt hjá honum, það var bara djók hvað það voru margar einbreiðar brýr.

En já við erum ekki búnar að gera margt eiginlega bara hanga en það er ágætt stundum. Fórum reyndar uppá Kárahnjúka með pabba á mánudaginn og út að borða í gær. Stefnan er svo tekin á Húsavík á morgun og þá kíkjum við sennilega með ömmu til Akureyrar og kannski eitthvað annað. Svo er stefnan tekin á bæinn á laugardaginn sem er einmitt besti dagur ársins að mínu mati ;) Bara svona að minna ykkur á það að ég á afmæli einmitt á laugardaginn á sennilega ekki eftir að geta bloggað þá og því minni ég ykkur á þetta núna.

En jæja, ég ætla að halda áfram að lesa eða bara glápa á imbann.

Kveðja frá Egilsstöðum.

6 Comments:

At 9:44 e.h., Blogger bergbara said...

Bið að heilsa á Egilsstaði og hafðu það gott í fríinu.

 
At 11:19 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með daginn sæta mín :-*

Vonandi áttu góðan afmælisdag :)

 
At 6:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með daginn ...
eigðu góðan dag :)

afmæliskveðja Svava Júlía

 
At 10:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Berglind, til hamingju með daginn í gær, vona að þú hafir átt súpergóðan afmælisdag :)
kv. Herdis

 
At 7:52 f.h., Blogger Berglind said...

Takk fyrir kveðjurnar. Ég átti bara fínan afmælisdag, svolítið mikið ferðalag en samt fínn.

 
At 12:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið! Takk fyrir síðast. Ég verð nú að viðurkenna að ég sé þig ekki alveg fyrir mér sem mikla sveitamanneskju :)

 

Skrifa ummæli

<< Home