Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, júní 01, 2007

Finnst ég vera komin í langt sumarfrí

Merkilegt þegar ég fer í sumarfrí í skúringunum þá finnst mér ég bara vera komin í svakalegt frí þó að ég sé í fullri vinnu í aðalvinnunni minni. Mér finnst ég bara hafa allan daginn eftir þegar ég kem heim. Dagurinn í dag er reyndar fyrsti í fríi en ég sé bara þegar ég er búin í vinnunni þá er svo mikið eftir af deginum. Svo er ég búin að ákveða það að vera ofurdugleg í sumar að mæta í ræktina eftir vinnu, við skulum nú sjá hvað það endist lengi.

Annars var ég voðalega upptekin seinustu helgi. Fór á magadanssýninguna sem var mjög gaman að sjá, vona að ég verði einhvern tíman svona góð. Á laugardaginn vorum við Hildur voða flottar á því og buðum fjölskyldunni út að borða á VOX bistroinu. Uummmm það var ekkert smá gott, þriggja rétta og alles. Alltaf jafn gott að borða á VOX-inu.
Á sunnudaginn varð Sigurveig systir 30 ára og hélt hún partý til að halda uppá það. Það var ljótu eyrnalokka þema fyrir stelpurnar og ljóta binda þema fyrir strákana. Ég vann ekki þó að mínir eyrnalokkar voru mjög ljótir. En það var svaka fjör í afmælinu.

Svo er stefnan tekin á Esjuna á morgun, það á að slá met í þátttöku, og verður maður ekki að vera með í því? En það fer reyndar eftir veðri, fer örugglega ekki ef það rignir.

Jæja, hef ekkert meira að segja.

2 Comments:

At 7:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

úff skil þig vel að það sé gott að vera "laus" við skúríngarnara. alveg nóóóg að vera í einni vinnu!! En sniðugt þema í afmælinu hennar Sigurveigar- til hamingju með systu :) Það styttist svo í að við Gunnar komum á klakann! Bara eftir 18 daga!! :)
kv.Herdís

 
At 2:23 e.h., Blogger Berglind said...

Hæ, hæ já þetta var nebla fínt þema, ekkert vesen.
Hlakka til að sjá ykkur.

 

Skrifa ummæli

<< Home