Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, mars 02, 2007

Tíminn flýgur

Í gær voru 2 ár síðan að ég byrjaði í vinnunni minni, og þar af leiðandi rúmlega 2 ár síðan að ég útskrifaðist úr Tækniháskólanum. Mér finnst sko ekki svona langt síðan ég var í THÍ. Og núna er líka c.a. 2 ár síða að ég, Hildur og pabbi fórum að skoða nýjar íbúðir sem var verið að selja og kostuðu íbúðirnar um 14. milljónir króna og mér fannst það ekkert smá dýrt, bara djöful.... okur. Ætlaði sko ekki að kaupa mér svona dýra íbúð enda var líka sagt að íbúðarverð myndi lækka, en það voru sem sagt stór mistök. Því núna í dag kosta þessar íbúðir um 20. – 22. milljónir króna. Hef aldrei skilið afhverju íbúðarverð hefur hækkað svona svakalega og mun sennilega aldrei skilja það. Bara að ég hefði vitað það þá sem ég veit í dag.........

1 Comments:

At 5:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já tíminn er sko fljótur að líða....sama hér, vildi óska að maður hefði reynt að kaupa íbúð fyrir nokkrum árum síðan. þá væri maður örugglega að leigja hana út í dag....og fá náttla pening fyrir það. Veit ekki hvernig þetta verður þegar maður fer að kaupa sér íbúð. Það er sko EKKI grín.
Annars vorum við í Köben um helgina. Mjög gaman, en mikið um óeirðir þar- þú hefur örugglega heyrt um það. Hef bara aldrei séð annað eins.... En við sluppum ómeidd!!!! Kv. Herdís

 

Skrifa ummæli

<< Home