Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, febrúar 12, 2007

DREAMGIRLS

Skellti mér í bíó á myndina Dreamgirls í gær. Var búin að heyra svo neikvæða dóma um hana þannig að ég fór bara með því hugarfari að þetta væri sennilega ekki góð mynd, og ef það væri satt að hún væri ekki góð þá þurfti ég hvort eð er ekkert að borga fyrir hana. Fór að velta því fyrir mér eftir að hafa heyrt þessa slæmu dóma afhverju hún væri að fá svona margar óskarstilnefningar. En eftir að ég sá myndina þá skil ég bara vel að hún sé tilnefnd, því mér fannst hún góð. Og ég mæli með henni.

1 Comments:

At 4:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hún er í litla bíóinu hérna...ég er einmitt að spá í að skella mér á hana:)
Heyrumst, Herdís

 

Skrifa ummæli

<< Home