Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, október 01, 2006

Eignaðist litla frænku í nótt

Já það er munur að vera svona ríkur, er búin að eignast eina frænku í viðbót. Hún er algjört æði.
Hafdís, Trausti og Jakob, innilega til hamingju með prinsessuna ykkar og gangi ykkur allt í haginn.

Vildi annars mæla með einni myndi, hún heitir John Tucker must die, mér fannst hún æði, ekki alveg þessi týpíska gelgjumynd, hún er mjög fyndin og ekki er aðalkarlleikarinn neinn sem leiðinlegt er að horfa á.

Fór að hjálpa Berglindi og Atla að flytja í gær, það tók bara enga stund, vorum að vísu bara að flytja þau yfir í næsta hús.

Svo er maður bara búinn að vera á átunni í dag, Hulda og Hildur systir buðu mér og Hildi Ýr í brunch á VOX í dag. Nammi, nammi það er sko alltaf jafn gott að borða þar, mæli með því líka. Elsku Hildur og Hulda, takk kærlega fyrir mig.

Jæja, adios.

3 Comments:

At 8:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir að setja inn myndir fyrir okkur að sjá frænka mín.
alveg frábært!
ef þú hefur aðrar myndir eða bara villt tjá þig á meili þá nota ég alltaf marinosson@gmail.com.
hafðu það gott og við sjáumst um jólin!

 
At 10:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvís!!
Til hamingju með litlu frænku:)
HLAKKA ÝKKKT TIL AÐ SJÁ ÞIG Á FIMMTUDAGINN.....JÁ FIMMMMMTUDAGINN!!! - stutt þangað til:) :) víííí
Sjáumst Herdís

 
At 10:01 f.h., Blogger Berglind said...

Hreiðar: Ekki málið!
Kannski sjáumst við nú um helgina þar sem ég er á leiðinni til Danmerkur.

Herdís: Takk fyrir það.
Og vá ég hlakka ekkert smá til að sjá ykkur, kem ekki á morgun heldur hinn ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home