Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, október 25, 2005

Kvennaganga!!

Auðvitað fór ég í kvennagönguna í gær. Hætti að vinna rétt um 14:08 og var þá haldið upp að Hallgrímskirkju. Það kom mér gífurlega á óvart hvað það voru margir þarna. En glæsilegt það!! Fór svo niður á Ingólfstorg og horfði á og hlustaði á ræður og skemmtiatriði. Frábær dagur og alveg nauðsynlegur. Þó að það hafi sennilega breyst mikið síðan fyrir 30 árum er það bara ekki búið að breytast nóg.

Eini gallinn sem ég sá við þennan dag, þegar ég kom í vinnuna í morgun var verið að ræða þetta, var að þær sem komust ekki á torgið, heyrðu því ekki neitt. Það voru samt hátalar á Austurvöllum en auðvitað vissu konurnar sem voru lengst í burt ekkert af þeim því að þegar það var verið að láta vita, þá einfaldlega heyrðu þær það ekki!!!!
En það var sagt í fréttum áðan að ástæðan fyrir þessu var að ekki var búist við svona mikið af fólki þar sem tekið var mið af hátíð sem var á Þingvöllum í sumar og þar komu aðeins 2000 konur. Svo þegar undirbúningsfólkið fór að finna fyrir samstöðunni þá var bara of seint að færa hluti til.

En úr einu í annað, nýjasti frændi minn var skírður á fimmtudaginn í Bústaðarkirkju og fékk nafnið Hafliði í höfuðið á föðurafa sínum. Til hamingju með nafnið Hafliði!!!

Svo var vinnudjamm á laugardaginn og hægt er að segja að það hafi verið fámennt en góðmennt. Komu mun færri en ætluðu sér en við sem komum skemmtum okkur vel.

Jæja ég ætla að fara að æfa mig í Sudoku. Nýjasta æðið mitt!!!!

Áfram stelpur !!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home