Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, apríl 03, 2005

Þunn!!

Fór á tjúttið í gær með stelpum úr vinnunni. Jamm við vorum sem sagt ég, Berglind, Hildur og Hildur, mjög eðlilegt. Borðuðum sama suzi, eitthvað sem ég hef ekki smakkað en ég lét mig hafa það í gær og smakkaði það. Það er bara ágætt en samt ekki fyrir mig. Ég hugsaði svo mikið um það að ég væri að borða hráan fisk þannig að það skemmdi svolítið fyrir.
Fórum svo á Torvaldsen, en stoppuðum stutt þar, því næst var farið á NASA og voru Hjálmar (held að þeir heiti það) að spila. Þegar þeir hættu þá var farið á Hressó og svo bara heim. Fínt kvöld í gær en ég get ekki sagt það sama um daginn í dag. Er búin að vera frekar mikið þunn :s

Núna er ég bara að bíða eftir því að Hrund klári að horfa á 5-8 þátt af the O.C. svo að ég geti tekið aðra marþonn syrpu á þetta. Má víst ekki horfa á þá fyrr en hún er búin að horfa á þá. Frekjan í henni. Hún á bara að sjá um að redda þáttunum en ekkert að vera að horfa á þá sjálf :)

Svo er annað í fréttum, ég er ennþá í ástarsorg eftir fréttirnar á fimmtudaginn þar sem sagt var að teknar voru myndir af Willa prins á skíðum með kærustunni sinni. Eitt er víst að ég var sko ekkert á skíðum í Sviss. Þannig að hann er sko alveg að halda fram hjá mér. Ég spyr þá bara; hverjum á ég þá að giftast???

Jæja best að fara að glápa á imbann og reyna að plata Hrund til þess að leyfa mér að horfa á þættina.

Ein í ástarsorg ;)

3 Comments:

At 1:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Harry prins

búkó

 
At 4:22 e.h., Blogger Berglind said...

Ööössss hann er sko aðeins of ungur fyrir mig!!!

 
At 9:40 e.h., Blogger Dr.buko said...

meira úthald í þessum ungu mönnum :)

 

Skrifa ummæli

<< Home