Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Einn nokkuð góður!!

Einu sinni lenti kvenkyns heilasella á einhvern furðulegan hátt og af einhverjum furðulegum ástæðum og eftir röð furðulegra tilviljana og mistaka í því að fara inn í höfuð karlmanns. Hún synti aðeins um svæðið og litaðist taugaóstyrk um en þarna var ekki nokkur hræða. Allt var tómt og kyrrðin var þrúgandi. "Halló?" kallaði heilasellan..... en ekkert svar barst. "Er einhver hérna?" kallaði hún en enn heyrðist ekkert svar. Nú fór hún að verða hrædd og kallaði hærra og hærra, en aldrei barst neitt svar. Nú var kvenkyns heilasellan orðin logandi hrædd svo hún gargaði af öllum lífs og sálar kröftum: "Halló! Er einhver hérna?" Þá heyrði hún rödd berast langt að: "Halló! Við erum allir hérna niðri."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home