Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, október 19, 2003

Tja haldið þið að við stelpurnar í Fylkir/ÍR hafi bara ekki tekið okkur til og unnið Víkings stelpurnar í dag. Unnum með einu marki og var það mjög svo verðskuldaður sigur. Annars er bara næsti leikur ekki fyrr en 29. eða 30 okt., bikarleikur við FH.

Það er annars ekkert að frétta hjá mér, bara að drukkna í verkefnum. Gaman það :) Búin að fara í skólann á hverjum degi í svona tvær vikur eða meira. Þannig að dagarnir eru farnir að renna í eitt. Og til að toppa þetta þá fór ég að sofa klukkan átta í gær. Frekar illa farið með laugardagskvöld, en svona er þetta bara.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home