Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, september 03, 2003

Núna er maður búin að vera á fullu í dag og í gær að ganga á milli fyrirtækja og taka djúpviðtöl. Hefur bara gengið ágætlega. En ég þarf að halda því áfram á morgun og hinn. Fer á seinasta staðinn á föstudaginn klukkan 15.00. Þá verður gaman. En ég var ekki að fatta að reyna að fá að tala við fólk fyrr um daginn á föstudaginn þar sem ég er alltaf í fríi á föstudögum í skólanum. Ljúft!!!

Svo er það Reykjavík Open sem byrjar á morgun, gaman að fara að spila. En ég er alltaf jafn seinheppin, sem sagt á æfingu áðan þá fékk ég boltann beint framan á puttann og er hann nú þegar orðinn tvöfalur, ekki gott og ég vorkenni mér rosalega mikið!!! Típíst fyrir mig að meiða mig á æfingunni fyrir leik. En það þýðir engann aumingjaskap á morgun, bara teypa puttann og þegja. En ég má samt láta vorkenna mér núna :)

En ég segi svo frá því hvernig okkur gekk að spila á morgun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home