Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, september 21, 2003

Ég horfði á Idol á föstudaginn heima hjá afmælisbarninu henni Láru og öllum hinum handboltastelpunum og líka rétt eins og sennilega helmingur þjóðarinnar. Ég var ekki alveg nógu sátt. Ég er ekki ennþá að komast yfir þetta með 16 ára stelpuna sem söng að mínu mati ekkert smá vel. Hún fékk þá afsökun frá honum Budda að hún kæmist ekki áfram því að hún var bara 16 ára. Ekki alveg að fatta þetta og leiðréttið mig ef ég er að fara með fleipur en var þessi keppni ekki fyrir fólk á aldrinum 16 - 28 ára??????

Í gær fór ég svo upp í skóla til að vinna í lokaverkefninu mínu sem við eigum að skila næsta föstudag, ég held bara að ég hafi aldrei verið svona lengi upp í skóla fyrir utan það að vera að læra undir próf, púff. Ég missti meira að segja að afmæliskaffi hjá honum Atla. Já, Atli til hamingju með daginn í gær ;) Svo var mér boðið í mat til stóru systur og var maturinn bara rosalega góður, takk fyrir mig!!!!!!

Er bara að spá í að skella mér á handboltaleik í kvöld þar sem mínir menn taka á móti HK mönnum í Austurbergi klukkqn 19.15. En núna þarf ég að fara að koma mér upp í skóla.
Seinna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home