Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Þá er annar skóladagurinn byrjður og ekkert er verið að hlífa manni. Mætti í skólann í gær og var að vona að það yrði nú bara sagt okkur hvernig fagið væri og hvað við myndum vera að læra, en nei nei það var bara farið strax í fyrsta kaflann, ég var sko ekki alveg tilbúin í það. Svo þegar skólinn var búinn þá biðu 2 fundir út af lokaverkefninu. Þannig að það var alveg nóg að gera á fyrsta skóladeginum!!! Púff ég hélt að maður myndi nú fá smá aðlögunartíma, en nei. Það er bara harkan sex!!!!

Berglind Bára átti afmæli í gær. Til hamingju með daginn Berglind!!!

Í morgun kom ég með tölvunna mína með mér í skólann og viti menn það bara slökknaði á henni allt í einu. Hélt að ég væri komin með einhvern vírus en svo var víst ekki. Núna er allavega allt í lagi með hana, allavega ennþá. En núna ætla ég að reyna að fylgjast með kennaranum, ég ætla ekki að byrja á því að vera löt, það boðar ekki gott.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home