Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Ég skil ekki hvernig fólk getur reykt inná skrifstofunni sinni og verið bara í þessari þvílíkt ógeðslegu fýlu allan daginn. Ojjj, ojjj, ojjj og aftur ojjj!!! Nefninlega þar sem að ég er að skúra er skrifstofa og maðurinn sem er í henni reykir þar inni. Það er ekkert smá ógeðlegt. Maður þarf sko að draga djúpt inn andann og hlaupa þar inn til að taka ruslið. En svo versnar málið þegar að ég þarf að skúra þar inni, það tekur aðeins meiri tíma. Ég get bara ekki ímyndað mér það hvernig maðurinn getur verið þarna inni allan daginn. Líka það hvað það hlýtur að vera vond lykt af honum. Mér finnst ég anga öll af sykarettufýlu þegar að ég tek sprettinn þarna inn og svo strax út aftur. Ekki það ég hélt að það væri bannað að reykja þarna.

Eftir að ég var búin að skúra áðan þá hentist ég með búninginn á æfingu og þar fékk ég afhent blað. Á því stóð: Begga unglingur. Það þýðir sem sagt að þemað fyrir liðið mitt í óvissuferðinni væri að klæða sig eins og unglingur!! En annars voru hin liðið: Mamman, pabbinn og smábarnið. Skil ekki alveg hvernig það er með mig seinast var ég rappari og núna unglingur. En núna er bara að fara að finna einhver unglinga föt, hvernig svo sem að þau eru. Verst að ég skuli ekki passa í fötinn hennar Hrundar systur, það hefði verið alveg fullkomið :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home