Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, mars 18, 2003

Góðan daginn. Herdís til hamingju með daginn! Gamla geit!!!! Jæja það er bara allt að verða vitlaust í skólanum, endalaus verkefnaskil og læti. Ég er til dæmis að vinna í markaðsrannsóknarverkefni núna þar sem að ég þarf að hringja í fólk og spyrja spurningar. Ekki alveg starf fyrir mig en þetta er víst bara partur af prógrammet. Ég veit allavega um eitt það sem að ég vil ekki verða þegar að ég verð aðeins eldri, það er að hringja út fyrir Gallup!!!! Nei takk, ekki alveg mín sterkasta hlið.
Já unglingaflokkurinn var víst ekki að gera góða hluti í gær, en það kemur bara vonandi seinna. Er það ekki?
Svo var manni bara boðið á ísrút í gær með Helgu og Herdísi. Vissi ekki alveg hvert við vorum að fara en við enduðum í ísbúð sko hinum megin í bænum. Samt góður ís!!!!! Takk fyrir mig :o)
En svo fer maður bara aftur af stað að hringja í fólk í kvöld, guð hvað ég hlakka til!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home