Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, desember 07, 2008

Hildur afmælisbarn

Hildur systir á afmæli í dag, orðin 29 ára. Til hamingju með daginn Hildur mín.
Er sem sagt búin að fara í brunch til hennar í dag. Mjög gott. Svo fékk Hildur bara þær fréttir áðan að lítil frænka okkar hlaut nafnið Hildur Vala í dag. Skemmtilegt það, skil ekki afhverju það skírir engin stelpurnar sínar Berglind, hefur allavega ekki gerst í fjölskyldu minni hingað til. Eins og það er nú fallegt nafn.
Mynd af Hildi í tilefnidagsins. Hún er reyndar tekin í apríl þannig að hún lítur aðeins ellilegri út í dag en á þessari mynd.

Annars er ég bara að verða búin að skreyta hjá mér. Er einhver veginn samt alltaf að bæta meira við því að mér finnst ekki nógu mikið skraut hjá mér en systur mínar kalla íbúðina mína jólaland, skil ekki alveg afhverju því að ég vil helst bæta við skrauti!

Jæja ætla að fara að hafa það kósý hérna í jólalandi ef ég get það sökum hávaða frá stillösunum utan við húsið mitt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home