Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, október 04, 2006

Danmörk

Ég er að fara til Danmerkur á morgun, nánar tiltekið Sonderborg að heimsækja hana Herdísi vinkonu og hann Gunnar. Ég hlakka mikið til. Vona bara að það gangi allt upp, flugið og lestin og svona. Ég er svo mikil mús, mér finnst ekki gaman að ferðast ein og ég verð nú að viðurkenna það að ég er smá stressuð að taka réttu lestina til þeirra, en það hlýtur að reddast. Annars enda ég bara einhvers staðar annars staðar og heimskæji einhvern annan ;)

En planið er að vera hjá Herdísi, kíkja til Þýskalands einn daginn, kíkja í heimsókn til Kolding og svo er einhver stelpudagur hjá Íslendingarfélaginu þarna úti á laugardaginn sem við ætlum á, þannig að þetta verður mjög gaman.

En jæja læt þetta duga í bili, meira þegar ég er komin aftur heim.

2 Comments:

At 6:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvís!
Hlökkum til að´fá þig í heimsókn hingað til okkar. Já það verður fjör á okkur:) Þetta verður ekkert mál, þú bara ferð út á endastoppustöðinni, þar bíðum við og tökum á móti þér þegar þú kemur:)
Sjáumst á MORGUN:) kv. Herdís og Gunnar

 
At 8:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð og gangi þér vel:) Ég bið að heilsa þeim skötuhjúum!

 

Skrifa ummæli

<< Home