Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, apríl 25, 2004

Mikið rosalega er erfitt að einbeita sér að bókunum þessa dagana. En ég á alveg von á því að þetta komi svona rétt fyrir fyrsta prófið en ég vona bara að það verði ekki of seint. Ég fer einmitt í fyrsta prófið 4. maí og það seinasta 14. maí.

Það er ein auglýsing sem er í sjónvarpinu þessa dagana og er reyndar búin að vera svolítið lengi og ég er bara ekki að fatta eitt. Það er verið að auglýsa eitthvað dót sem kemur ilmur af. En þá er kona sem segir að hún geti ekki verið lengi inná baðherbergi því að það er greinilega svo vond fýla þar inni en eftir að hún keypti fressness (man ekki hvað heitir en kalla það bara það) þá nýtur hún þess að vera inná baðherberginu. Ég meina afhverju ætti maður að vilja hanga inná baðherbergi? Skil ekki alveg!!!!!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home