Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, apríl 11, 2004

Gleðilega páska!!

Ég fór seinna á fætur en ég ætlaði mér. En það var góður morgunmatur í morgun. Fékk mér einn banana og svo beint í það að éta páskaeggið mitt. Ég fékk sko Harry Potter páskaegg í ár því að pabbi keypti það fyrir mig og það var víst það eina sem var eftir. En það er ekkert verra, Nóa siríus og þá gengur það. Það eru samt breyttir tímar, ég vaknaði ekki til þess að fara að leita af páskaegginu mínu, fór bara beint inn í ísskáp og náði í það. Maður er orðinn svo latur núna.
En þar sem ég hef ekki fengið málshátt í páskaegginu mínu seinustu 2 ár út af einhverjum galla þá hlakkaði mig til að fá hann núna. En mér fannst hann ekkert skemmtilegur; Trúin flytur fjöll. (úr Biblíunni). Veit nú ekki hvort að ég eigi að trúa því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home