Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, apríl 19, 2004

Góðann daginn!! Þá er ég er byrjuð í upplestrarfrí. Var að vísu ekkert sérlega dugleg í dag en það kemur allt á næstu dögum.

HELGIN
Á föstudaginn skellti ég mér í bíó með Hildi, Kollu og Bjarka á myndina A Hole Ten Yareds ( er ekki svo viss um að þetta sé skrifað svona en........). Hún var bara askoti góð. Var ekki alveg á því að fara á þessa mynd því að ég hef ekki séð alla fyrri myndina. En það skipti ekki máli mér fannst hún fín.

Á laugardaginn vaknaði ég frekar í seinni kanntinum og fór í meira en klukkutíma göngutúr. Frekar gott hjá mér, eða það finnst mér :) Svo var það bara að fara að dæma; mætti upp í Austurberg og átti að dæma 2 leiki en ég plataði bara einhverja 2 stráka sem voru að dæma á undan mér að halda bara áfram og þeir gerðu það á meðan ég var á klukkunni. Svo þurfti ég að skultast upp í Fylkishöll að dæma þar. Slapp hins vegar ekki við að dæma þar en við fengum að vera tvær að dæma og það var fínt. Þjálfararnir tuðuðu ekkert svo mikið út af dómgæslunni. Svo var ég eins og eldgömul kerling um kvöldið, alveg búin á því.

Á sunnudaginn var svo farið í afmæli til hans Gunnars Geirs og þar var boðið upp á endalaust af veislumat. UUmmmm mjög gott. Takk fyrir mig.

En núna er það The O.C.
Má nú ekki missa af því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home