Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, apríl 10, 2004

Þetta er bara búið að vera fínt páskafrí til þessa, en núna verð ég að fara að drulla mér að læra. Ég fór í búðarröllt á miðvikudaginn með Hildi og Nínu dönsku vinkonu hennar sem var í heimsókn. Svo skelltum við okkur á djammið um kvöldið. Og núna er ég alveg orðin rugluð í þessum vikudögum!!!
Svo á fimmtudaginn var farið seint á fætur og svo skellt sér á tónleika með Sugababes um kvöldið. En Berglind vann miða og bauð mér með. Þær voru rosalega góðar, fíla þær í botn!!! Við héldum að við myndum hækka meðalaldurinn en það voru sko ekki við, ég þekkti all nokkra þarna og kom það mér reyndar svolítið á óvart hverja ég sá þar.
Í gær fór ég, Sigurveig, Heiða Björg og pabbi upp á "óðalið" hans pabba og settum nokkrar plöntur niður og brunuðum svo í bæinn. Kíkti svo í heimsókn til frænku minnar og lá svo í leti um kvöldið.

En núna ákvað ég að vakna aðeins fyrr og byrja kannski að læra smá. Ekki veitir af það sem við eigum eftir að skila nokkrum verkefnum. Verð líka að gera eitthvað í dag svo ég geti launað mér í kvöld og farið að spila eða eitthvað.

En núna; back to the studies!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home