Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, mars 14, 2004

Helgin!!!!
Mér finnst ég vera búin að eignast nýtt heilmili og það er skólinn minn!!! Ég er alltaf þar núna, en það er víst eitthvað sem fylgir því að vera í háskóla. Já ég var sem sagt í skólanum á föstudaginn til um hálf fjögur og fór þá í vinnuna mína. Svo kíkti ég í heimsókn til þeirra Hildar og Benedikts. Við horfðum á sjóræningja myndina með honum Depp sæta. En eftir hana þá var ferðinni heitið á Hverfisbarinn að hitta Berglindi og ætlaði ég bara að vera stutt þar en það drást nú aðeins. Helga kom líka og hitti okkur þar en því miður kom Herdís bara þegar við vorum að fara heim. Herdís við verðum bara að djamma saman seinna!!!!!!

Svo var vaknað “snemma” á laugardaginn, komin upp í skóla klukkan 10 mjög hress:) Var þar að vinna verkefni til um klukkan 17.00 og fór þá og sá seinnihálfleik þar sem ÍR var að keppa á móti Gróttu/ KR, þetta var fínn leikur nema það hvað mér fannst dómararnir ferlega lélegir. Vissu ekkert hvað þeir voru að gera. En ÍR-ingarnir unnu leikinn með einu marki og það var svakaleg spenna í endinn þegar bara 1 sek. var eftir þá fengu báðir þjálfararnir rauða spjaldið.

Svo var haldið heim á leið til að hafa sig aðeins til því að ég fór í afmæli til hennar Heiðrúnar frænku sem varð 30 ára 9. mars.

Þannig að 3 síðustu helgar er ég búin að vera í afmælum og ég meira að segja fór ekki í afmæli til Vignirs frænda í gær því að ég var í skólanum. En hann varð 7 ára í gær.

Svo var ég bara að koma úr skólanum núna en við stoppuðum stutt þar í dag.

Og svo er hún Snjólaug skvís og pæja með meiru bara byrjuð að blogga og er ég búin að setja link á hana hér og svo ætla ég að setja Hildi systur líka á link listann því að hún þykist vera byrjuð að blogga aftur!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home