Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Jæja það er spurning hvort að maður eigi að demba sér í þessa vitleysu aftur, að fara að blogga. Ætla allavega að reyna. Bara svo að vinir og vandamenn nær og fjær (Lára) geti nú fylgst með manni.

Það sem hefur verið að gerast hjá mér undað farið er; árið byrjaði nú ekkert alltof vel, þurfti að fara að læra undir endurtektarpróf því að ég var svo mikill sluxi í fyrra að ná ekki einu prófi. Og svo það að Fylkir/ÍR var langt niður eins og svo margir vita reyndar núna ( ég alltaf fyrst með fréttirnar ). En svo skánaði aðeins þegar líða fór á mánuðinn þar sem ég náði prófinu en það bættist reyndar ekkert úr handboltanum því að "félagði" var ekki stofnað aftur, bjóst reyndar ekki við því. Þannig að hvað átti Berglind að gera núna???? Það þýðir enga leti og ég var reyndar svo heppin að hafa keypt mér árskort í Sporthúsinu nokkur áður en handboltinn var lagður niður á tilboðsverði, bara því að nú ætlaði ég að fara að taka á, fara bæði í handboltann og troða hinu inní. En þess í stað fer ég bara í Sporthúsið og enginn handbolti hjá mér. Ég get ekki sagt að ég sé alveg að fitta inn í þessa ræktarstemningu þar sem mér finnst flest allar stelpurnar vera í svona teyjubuxum og þröngum bol. ekki alveg fyrir mig og þeir sem þekkja mig þá mæti ég bara í mínu rosa flotta handbolta galla. Það verður allavega langt í það að ég fari í þessar þröngu buxur. En hver veit nema að ég umbreytist í einhverja eróbik gellu!!!!

Þannig að dagarnir hjá mér eru núna bara þannig: fer í skólann, heim og legg mig oftast ( ég veit að ég á að fara að læra en.....) fer í vinnuna og svo í ræktina og kem heim og glápi á imbann. Sem sagt mjög mikil fjölbreytni hjá mér þessa dagana.

En á laugardaginn þá er ég víst að fara að útskrifast úr Tækinháskólanum með diploma. Þetta verður í síðasta skiptið sem fólk útskrifast eftir 2 ár sem Iðnrekstrarfræðingar því það þykir frekar fáranlegt að útskrifa einhvern og skrá hann svo inn í skólann daginn eftir til að hann geti klárað bs-inn. Ég er reyndar alveg sammála því og ég hugsa að við eigum bara eftir að vera fyrir þeim sem eru að útskrifast úr Bs-inum. En það er víst ekki mitt vandamál og þetta er bara góð ástæða til þess að fara að djamma!!!!

En ég kveð að sinni!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home