Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, mars 11, 2003

Rosalega getur maður verið vitlaus. Ég fór í ljós áðan og fékk eitthvað krem sem að á að gera mann fyrr brúnann. Og er sem sagt ekki með neinni sólarvörn í. Ég spurði systur mína hvort að hún hefði sett þetta í andlitið á sér, hún sagði: nei ég myndi bara setja þetta þar sem að þú ert ekki vön að brenna. En auðvitað hlustaði ég EKKI og er svo brunnin í framan að það hálfa væri nóg. Ég veit ekki hvort að ég get farið út úr húsi. Uhhuuuu. En maður verður víst að fara á æfingu og já ég verð víst líka að fara að skúra. Guð hvað það verður gaman!!!!!! Ég sem var bara að reyna að verða brún fyrir árshátíðina. :(
Og vitið þið hvað ég sem kann ekkert á tölvur er búin að vera að hjálpa systrum mínum að búa sér til svona blogg síðu og þykir mér ég vera alveg rosalega klár.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home