Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, mars 13, 2003

Ohh hvað ég þoli ekki svona morgna þar sem að ég ákvað að fara ekki í skólan fyrr en klukkan níu þá var náttúrulega kennarinn minn veikur þannig að ég fór bara heim strax aftur. Ekki það það var mjög fínt að þurfa ekki að hanga í skólanum í dag en ég hefði viljað sofa lengur!!!
Leikurinn í gær fór ekki eins og við ætluðum okkur. Við sem sagt töpuðum. :o(
Haldið þið ekki að hún Slauga litla í Danmörku sé ekki komin með blogg og það verður örugglega gaman að fylgjast með því hvað hún er að bralla þarna úti. Er búin að setja link á hana hérna.
Svo er það árshátíðin í kvöld og djöf..... á eftir að verða gaman. ( það er að segja ef að ég verð búin að finna einhver föt til að fara í ).

En eitt fyndið. Ég ákvað að skreppa yfir til hennar Auðar frænku í gær og athuga hvort að hún ætti einhver föt til þess að lána mér. En þar sem að hún var ekki heima fór ég og Nína fænka í það að finna eitthvað en við fundum sem sagt ekki gellubolinn hennar. Þannig að ég hringdi bara í hana og spurði hvar hann gæti verið. Og svarið sem að ég fékk var: Guð, ég hengði hann út á snúru í seinustu eða þar seinustu helgi. Auður núna er hægt að kalla þig: Auður sauður. En sem betur fer var bolurinn þarna ennþá allur umvafinn snúrunni. Ég get ekki sagt annað en að hún hafi viðrað hann mjög vel, heheheh.

En allt er nú til. Hún Berglind Bára var að benda mér á strumpapróf sem er á síðunni hennar. Það er sem sagt: Hvaða strumpur ert þú????? Ég var ekki viss um að ég ætti eitthvað að vera að setja það hér hver ég var ( lítur ekki vel út fyrir mig ) en ég læt það bara flakka, það er ekki eins og það sé eitthvað til í þessu!!!! Ég er:

center>
Find your inner Smurf!


En núna ætla ég að leggja mig og svo skella mér í klippinu.
Seinna.................

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home