Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, janúar 18, 2003

Ég kíkti í bæinn í gær eins og ég var búin að segjast ætla að gera. Það var ágætt til að byrja með en svo nennti ég bara ekki að vera lengur og var farin heim um eitt leitið ( algjör auli ). En ég hitti fullt af fólki sem að ég er ekki búin að sjá síðan ég veit ekki hvenær. Svo hitti ég líka nokkra sem að voru frekar drukknir, en það var bara fyndið. Þessar vísindaferðir fara alveg með fólk.

Í kvöld ætla ég að gera aðra tilraun við það að sýna mig og sjá aðra. Ætla að kíkja á hana Auði og hinar gellurnar!!!!! Kannski ég endist lengur en til eitt núna, hver veit, :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home