Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, desember 11, 2008

Mikið rosalega langar mig..

.... til útlanda. Ef allt væri eins og það hefur áður verið á þessum tíma árs væri ég sennilega úti í USA eða nýkomin heim. En nei, nei núna eru breyttir tíma, kostar heldur mikið að fara út. Mér finnst mjög skrýtið að vera ekki búin að fara til USA á þessum tíma árs. Þetta var orðinn svolítill vani að fara með mömmu og einhverjum af mínum systrum til bandaríkjana rétt fyrir jól. Eða ég er búin að fara seinustu 3 ár þá er það alveg að verða vani. Það finnst mér allavega.

Svo er ég loksins búin að fara til læknis vegna minnar krónísku vöðvabólgu í herðum og hálsi, fyrst vildi læknirinn að ég gerði bara einhverjar æfingar, færi í sund og héldi á mér hita sérstaklega á öxlum og hálsi. Reyndi það en að sjálfsögðu fór ég ekki í sund. Það var ekki að virka svo að ég fór aftur og mér fannst ég eiginlega þurfa að sníkja vottorð. Nenni þessu bara ekki lengur er ekki búin að sofa vel alla vikuna vegna höfðuverks útfrá vöðvabólgunni. Afrekaði það að hringja í sjúkraþjálfara sem mér var bent á. Þá var ég spurð hvort að ég væri í boltanum. Hefði átt að segja já, sagði bara að ég var það einu sinni, því að svo gat hún ekki bætt mér við. Þannig að núna þarf ég að hringja aftur eitthvað annað, það mun sennilega taka mig einhver ár ef ég þekki sjálfa mig rétt!!! Aumingja ég ;)

Annars þori ég varla að vera inní stofu núna þar sem þetta brjálaða veður er úti. Er eiginleg alveg viss um það núna að glugginn muni brotna, hann titrar það mikið. Merkilegt hvað veðurguðirnir geta ekki ákveðið sig hvort þeir eigi að hafa snjó eða ekki. Í fyrradag var snjór, enginn í gær, þegar ég vaknaði í morgun var snjór og núna er snjórinn farinn. Þetta er ekkert erfitt það má snjóa á Þorláksmessu og svo má snjórinn fara fljótlega í byrjun nýs árs. Ekki flókið.

2 Comments:

At 11:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæ sæta mín! já og til hamingju með stóru sys um daginn ;) Ohh ég er líka með svona vöðvabólguvesen sem leiðir upp í höfuð- vinsta megin, fékk vottorð til sjúkraþjálfara í vor-- hehemm hef ALDREI farið... :/ finnst best að hreyfa mig, þegar ég var frekar dugleg í sundi á tímabili var ég best... en já MIKIÐ væri ég til í að skella mér með þér til NY ohhhh hvað ég væri til í það..

Well....þangað til næst...Sjáumst um helgina :)
kv. Herdís

 
At 1:55 f.h., Blogger Berglind said...

Já við þurfum kannski bara að hittast og panta okkur tíma saman svo að við förum kannski einhvern tímann ;)
Hlakka til að hitta þig á sunnó.

 

Skrifa ummæli

<< Home