Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, janúar 08, 2003

Jæja það er nú orðið svolítið langt síðan að ég settist niður og bloggaði. En það er kominn tími til þess að segja gleðilegt nýtt ár!!!!! :)
Já og takk fyrir árið sem var að líða.
Annars hafði ég það bara gott um jólin en nýja árið byrjaði ekki skemmtilega þar sem að ég þurfti að fara að taka þessi helv... endurtektarpróf. Ekki gaman. Enn svona er þetta að vera svona mikill sluggsi.

Núna er sko alvaran byrjuð aftur og af fullum krafti. Fyrsti tíminn var í dag og þar var ekkert verið að hlífa manni bara byrja strax að læra. Ekki það að ég get ekki byrja strax á fullu því að ég á barasta ekki bækurnar. Kannski betra að hafa þær, já. Þetta leggst bara vel í mig en ég held að það verði alveg nóg að gera. Kominn tími til þess að ég fari að skipuleggja mig aðeins. Ég fer bara í einn tíma hjá henni Berglindi Báru í skiplagningu og þá hlýtur þetta að koma :)
Jæja ég ætla að fara að kíkja á nágranna það er svo langt síðan að ég sá þá, ég verð örugglega alveg týnd í þeim.
Seinna................

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home