Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, desember 18, 2002

Jæja þá eru það Coldplay tónleikarnir á morgun. Vá hvað ég hlakka til. Ég er sko í sæti og ég ætla að taka með mér kíki, svo að ég sjái nú eitthvað. Ég er nefninlega orðin frekar blind núna, er búin að vera að draga það að fara til augnlæknis. En hvað um það þá er ég að fara á morgun, je liggaliggalá, heheheheheh.
Ég og Beta fórum til Hildar í heimsókn í dag, hún var sko með okkur í bekk seinustu önn, hún var nefninlega að eignast strák ekkert smá lítill og sætur. En hann vildi bara ekkert opna augun fyrir okkur ( hann vissi örugglega að þar væri ekki fögur sjó á ferð ) :)
En hvernig er það loksins þegar að maður ætlar að vera djarfur og fá ég gellu skó dauðans þá finnur maður bara enga nógu flotta. ÓÞOLANDI. Búin að leita næstum út um allt.
En núna ætla ég að fara að sofa en Berglind og Herdís gangi ykkur rosalega vel í prófinu á morgun................

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home